KÍTÓN stendur fyrir konur í tónlist og er félag kvenna í tónlist á Íslandi. Tilgangur félagsins er að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal kvenna í tónlist. Þeim tilgangi er náð með auknum sýnileika, viðburðum og stöðugu samtali við tónlistarkonur á Íslandi. Félagið fer þvert á allar tónlistarstefnur, strauma, bakgrunn, menntun og jafnvel má sjá konur í félaginu sem starfa við tónlist sem umboðsmenn eða hafa atbeini eða starfa af tónlistargeiranum. Félagið fer ört stækkandi og fer skráning í félagið fram hér. Vefsíða þessi á léninu kiton.is mun þjóna tilgangi gagnagrunns og fréttaveitu á komandi misserum.
Vertu með!
Ég vil skrá mig í félagið.
Ég vil hafa samband við stjórn KÍTÓN.
Fylgdu gleðinni á Facebook
Grafísk hönnun kennimerkis: Linda Loeskow |linloe@gmail.com|