Af hverju félagsaðild í KÍTÓN?

Nú stendur yfir innheimta félagsgjalda fyrir félagið og þín þáttaka skiptir máli.

Það hefur sjaldan verið eins mikilvægt að skrá sig í félagið og nú, en #metoo byltingin og umræður ákveðinna útvarpsmanna á síðasta ári hafa sýnt sig að þörfin á félaginu er brýn. Það er mikilvægt að standa saman og vera til staðar fyrir hvor aðra og sýna að konur eru konum bestar.

Til að geta starfað sterkar saman, aflað styrkja, aukið samstörf við opinbera aðila sem og einkaðila og verið öflug rödd tónlistarkvenna, er mikilvægt að geta sýnt fram á umfangsmikla félagaskrá. Í dag eru 288 konur skráðar í félagið á landsvísu. Við vonumst svo sannarlega til að stækka enn frekar í ár og við viljum biðja ykkur um að hvetja aðrar konur sem þið þekkið í faginu til að skrá sig.

Skráning í félagið fer fram hér: www.kiton.is

Með félagsaðild fylgir aðgangur að lokaðri spjallgrúppu á facebook, 15% afsláttur í hljóðfærahúsinu af hljóð- og tónlistarbúnaði og mikilvægt tengslanet sem felst í hittingum, ráðgjöfum og fræðslu, sem og skemmtilegum viðburðum og endalausri ást og hamingju!

Það kostar skitnar 5000 kr á ári að vera félagi.

Við hlökkum til að starfa með þér 🙂
Bestu kveðjur
Kítón stjórn

Um KÍTÓN
KÍTÓN stendur fyrir konur í tónlist og er félag kvenna í tónlist á Íslandi. Félögin starfa á landsvísu, þó lögheimili og starfsstöð sé skrá í Reykjavík hjá RSK. Tilgangur félagsins er að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal kvenna í tónlist. Þeim tilgangi er náð með auknum sýnileika, viðburðum og stöðugu samtali við tónlistarkonur á Íslandi. Félagið fer þvert á allar tónlistarstefnur, strauma, bakgrunn, menntun. Í dag eru 288 félagskonur skráðar í félagið. Stjórnarkonur eru 9 talsins, með formanni og varaformanni. KÍTÓN var stofnað árið 2012, og hefur frá stofnun staðið fyrir margvíslegu starfi, en helst má nefna:

-Félagsfundir, fræðsla og reglulegur Kítónsbrunch ásamt stöðugu samtali á samfélagsmiðlum og hvatningu meðal félagskvenna.
-Árshátíð og 5 ára afmæli KÍTÓN í Iðnó árið 2018
-KÍTÓN klassík í Iðnó og Hofi árið 2018
-“open mic” kvöld KÍTÓN á Rósenberg út árið 2017
-10 útvarpsþættir “Kónur í Tónlist” á Xinu 9,77, birtir hautið 2017.
-Tónleikaröðin KEX-KÍTÓN, mánaðarlegir tónleikar á KEXinu árið 2017
-Tónsmiðja KÍTÓN hefur verið haldin þrívegis (Patreksfirði (2014), Hvammstanga (2016) og í Stykkishólmi (2017))
-Tvennir stórtónleikar hafa fyllt Eldborgarsal Hörpu þar sem kvenhöfundar eru í forgrunni.
-Málþing KÍTÓN í Hörpu um konur í tónlist
-Heimildarmyndin Höfundur óþekktur var gerð og frumsýnd á
-RÚV í tilefni af 19. júní, 100 ára kosningarafmælis kvenna.
-KÍTÓN off-venue á Airwaves, og tónleikar á menningarnótt á Bryggjunni
-Rannsókn og niðurstöður um stöðu kvenna í popp- og rokktónlist á Íslandi. Ítarefni í dagblöðum landsins.
-Opinber umræða um stöðu kvenna í tónlist.
-Aflað styrkja til að framkvæma allt ofangreint

www.kiton.isKONA

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s