KÍTÓN Klassík

KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, stendur nú fyrir klassískri tónleikaröð í fyrsta sinn og verða haldnir tónleikar bæði á Akureyri og í Reykjavík.

Eftirfarandi tónleikar verða í boði:

29. apríl og 6. maí

Sönglagaarfur Jórunnar Viðar

https://www.facebook.com/events/2042109462704918/

https://www.facebook.com/events/211236626132942/

kítón klassík 2

Á fyrstu tónleikunum sem fram fara í Hofi koma fram Erla Dóra Vogler, mezzósópran, og Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanóleikari en þær munu flytja sönglög eftir Jórunni Viðar. Erla Dóra og Eva Þyri halda upp á aldarafmæli Jórunnar Viðar árið 2018 með fjölda tónleika innan sem utan landsteinanna, og útgáfu geisladisks með söngverkum hennar.
Jórunn Viðar (1918-2017) er meðal dáðustu tónskálda þjóðarinnar og var mikill frumkvöðull á því sviði. Hún var fyrsta íslenska konan með próf í tónsmíðum og eina konan í Tónskáldafélagi Íslands í um tvo áratugi. Hún var fyrst Íslendinga til að semja kvikmyndatónlist, samdi fyrsta íslenska ballettinn og fyrsta píanókonsertinn í fullri lengd.
Markmið tónleikanna er að kynna þann framúrskarandi og fjölbreytta arf söngljóða sem hún lét þjóðinni í té á starfsævi sinni.

 

29. maí
Konur eru konum bestar – íslenskar konur í ljóðlist og tónlist

Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari hafa löngum verið forvitnar um lög og ljóð íslenskra kvenna. Þær hafa því búið til efnisskrá með lögum íslenskra kventónskálda við ljóð íslenskra kvenljóðskálda,
Tónlistin sem verður flutt á tónleikunum kemur víða við, allt frá gullfallegum náttúrulýsingum Jórunnar Viðar yfir í glænýja tónlist eftir eitt af okkar meira spennandi ungtónskáldum Sunnu Rán Wonder. Á tónleikunum verður einnig flutt verkið Hvolf eftir Önnu Þorvaldsdóttur, sem hún samdi fyrir tónlistarkonurnar árið 2010, en hún er nú á mikilli sigurgöngu um hinn klassíska tónlistarheim. Einnig verða flutt verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Þuríði Jónsdóttur, og Elínu Gunnlaugsdóttur.

kítón klassík 1

 

15. maí

Inga Björk

https://www.facebook.com/events/831166453749672/

kítón klassík 4

Inga Björk Ingadóttir kynntist lýrunni við nám í Berlín og hefur hljóðfærið síðan þá skipað stóran sess í tónsköpun hennar. Á tónleikunum syngur Inga Björk og spilar eigin lög ásamt nokkrum lögum eftir íslenskar og erlendar tónlistarkonur sem hún hefur útsett sérstaklega.

Sérstæður hljómur lýrunnar leiðir sköpunarferlið við gerð laga og texta Ingu Bjarkar. Lýran er einstakt hljóðfæri, og hefur einnig sérstöðu í íslenskri tónlistarflóru. Hljómur hennar kjarnar og útvíkkar í senn. Lýran er eitt af elstu þekktu strengjahljóðfærunum og er hún notuð til tónlistarsköpunar, meðferðar og kennslu um allan heim.

Tónlistarkonan Inga Björk Ingadóttir hefur komið víða við á tónlistarferli sínum. Hún lauk burtfararprófi í píanóleik, lærði tónsmíðar og tölvutónlist. Hún hélt til náms í músíkmeðferð í Berlín árið 2001 og lauk þar námi 2006. Frá þeim tíma hefur hún sótt fjölda námskeiða og starfað að músíkmeðferð hér heima og erlendis. Hún kemur reglulega fram með tónlist sína og hefur einnig samið tónlist fyrir leikverk, dansverk og brúðuleikhús í Þýskalandi.

Sérstakur gestur Ingu Bjarkar á tónleikunum í Hömru, Hofi, verður fiðluleikarinn Lára Sóley Jóhannsdóttir, en hún leikur með Ingu í nokkrum lögum.

19. og 21. júní

Mögnuð kventónskáld

https://www.facebook.com/events/243587359726313/

https://www.facebook.com/events/2128775227368144/

Tónlistarkonurnar Margrét Hrafnsdóttir, söngkona, Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari og Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari hlakka til að takast á við efnisskrá stútfulla af estrógeni, örlögum og sögum eftir mögnuð kventónskáld fimmtudaginn 21. júní kl. 20:30 í Hofi.
Þær munu flytja tónlist eftir þær systur Nödju og Lili Boulanger, en Lili var einmitt fyrst kventónskálda sem hlaut hin virtu tónskáldaverðlaun “Prix de Rome” árið 1913 aðeins 19 ára gömul. Einnig er á efnisskránni tónlist eftir Maríu Szymanowska sem var miðdepill Pétursborgar í byrjun 19. aldar og Goethe á að hafa verið skotinn í henni. Hafdís Bjarnadóttir og Ingibjörg Azima samtímakonur eru báðar mjög framúrstefnulegar í sínum tónsmíðum og má þær ekki vanta í jafn ljóðræna efnisskrá og hér mun hljóma. Einnig verða frumflutt verk eftir Ingibjörgu Azimu við ljóð Gerðar Kristnýjar. Tónlist sem óverðskuldað hefur fallið í gleymskunnar dá og nýjar tónsmíðar tvinna saman skemmtilega en óvænta upplifun.

kítón klassík 3
Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði, Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og eru samstarfsverkefni KÍTÓN og Iðnó.

Miðasala á tix.is og við innganginn
Almennt miðaverð kr. 3.500.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s