Ársskýrsla KÍTÓN

Aðalfundur KÍTÓN, félags kvenna í tónlist fór fram 28.febrúar. Þar var ný stjórn KÍTÓN kosin en nú skipa stjórn:

stjórn

Lára Rúnarsdóttir, formaður

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, varaformaður

Þóra Sif Svansdóttir, gjaldkeri

Védís Hervör Árnadóttir

Hallfríður Ólafsdóttir

Lára Sóley Jóhannsdóttir

Elíza Newman

Stefanía Svavarsdóttir

Hildur Vala Einarsdóttir

Hér má finna Ársskýrslu félagsins fyrir árið 2016.

Ársskýrsla KÍTÓN 2016

Advertisements

KÍTÓN off venue á Airwaves 2016

KÍTÓN blæs til Off venue veislu á Hannesarholti um helgi Iceland Airwaves, föstudaginn 4. nóvember 2016.

Fram koma tónlistarkonur úr öllum áttum og mun dagskráin endurspegla fjölbreytileika tónlistarkvenna á Íslandi.

 

FACBOOK VIÐBURÐUR:

https://www.facebook.com/events/134939060308334/

LIVE STREYMI:

https://www.facebook.com/konuritonlist/?fref=ts
Fram koma:
12.00 – 12.40 Sigga Eyrún
12.40 – 13.20 Védís Hervör
13.20 – 14.00 Hinemoa
14.00 – 14.40 Elín Halldórsdóttir
14.40 – 15.20 Rebekka Sif
15.20 – 16.00 Myrra Rós
16.00 – 16.40 Una Stef
16.40 – 17.20 Ragga Gröndal
17.20 – 18.00 Elíza Newman
18.00 – 18.40 Jana María
18.40 – 19.20 Ingunn Huld
19.20 – 20.00 Alda Dís

Tónleikar KÍTÓN á menningarnótt 2016

ENGLISH BELOW / ENTRANCE IS FREE

KÍTÓN, Konur í tónlist, og Bryggjan Brugghús standa fyrir glæsilegri tónleikadagskrá á Menningarnótt. Þar munu íslenskar tónlistarkonur stíga á svið frá klukkan 14 og fram á kvöld.

Dagskráin er sem hér segir:
1130 – Menningarnætur-Brunch á Bryggjunni
14:00 – Una Stef
15:00 – Ösp Eldjárn
16:00 – Þórunn Antonía
17:00 – Magnetosphere
18:00 – Ylja

Það er frítt inn og öllum boðið í heimsókn á meðan húsrúm leyfir.

https://www.facebook.com/events/1151966128208890/
//
KÍTÓN, Women in music, and Bryggjan Brewery invite you to a concerts series during Reykjavík Culture Night where Icelandic female professional musicians will take the stage from 2 PM and then every hour during the day. You can see the schedule above.

You are welcome to join us for brunch from 11:30. Our neighbourhood, Grandi, is the focus area for this years celebrations so there will be plenty of activities in the area.

https://www.facebook.com/events/1151966128208890/

Tónleikaröð KEX KÍTÓN

Tónleikaröðin KEX + KÍTON hófst hinn 18. maí 2016, og er þar um samstarf KEX, KÍTÓN og Arion Banka að ræða sem felst í tónleikum á KEX hostel í hverjum mánuði, þar sem fram koma konur í tónlist.

Tónleikar til þessa hafa verið:

KEX + KÍTÓN #1, 18. maí – Þórunn Antonía, Sóley og Hildur

KEX + KÍTÓN #2, 15. júní – Glowie og Lily the kid

KEX + KÍTÓN #3, 20. júlí – Soffía Björg og Boogie Trouble

KEX + KÍTÓN #4, 17. ágúst – Sísý Ey og Milkywhale

KEX + KÍTÓN #5, 14. september – TBA

Þið getið horft á efni frá tónleikunum hér

kex og kítón

 

Tónsmiða KÍTÓN á Hvammstanga

Í ár mun tónsmiðja KÍTÓN fara fram á Hvammstanga, og munu sex ólíkar tónlistarkonur dvelja þar frá 4. til 10. september.

Þáttakendur á ár eru:

Ásbjörg Jónsdóttir

Ingibjörg Elsa Turchi

Ingunn Huld Sævarsdóttir

Unnur Sara Eldjárn

Unnur Birna Björnsdóttir

Þóra Björk Þórðardóttir

Tónsmiðjan endar með tónleikum á afrakstri tónsmíðanna, í Sjávarborg föstudagskvöldið 9. september kl. 21.00. Ókeypis er á tónleikana.

Þetta magnaða samstarf og allt ferlið verður kvikmyndað og í framhaldi búin til stutt heimildarmynd um samvinnu tónlistarkvennanna og ferð þeirra á Hvammstanga.

Endilega fylgist með á facebook viðburði hér:

https://www.facebook.com/events/164300087332897/

Tengiliður verkefnisins: Harpa Fönn, varaformaður KÍTÓNS, harpa@kiton.is

Samstarfsaðilar:

Samstarfsaðilar: Freyja Filmworks, Sjávarborg, Samtök Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra, Hótel Laugarbakki, AVIS bílaleiga, Langafit Guesthouse, Söluskálinn, Kaupfélag Vestur Húnvetninga, Menningarfélag Húnaþings Vestra, Hótel Hvammstangi, Húnaþing Vestra

Höfundur óþekktur 19. júní

Hátíðartónleikar í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi

1200x800ohD

Nú verður kynjahlutföllunum snúið við!

Á 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna er viðteknum venjum ögrað og kastljósinu beint að sjaldséðum fyrirmyndum. Á öldum áður þóttu konur ekki hafa hæfileika til að iðka tónlist. Leifar af þeim hugarburði sitja enn eftir í jafnréttisbaráttunni þar sem kvenhöfundar tónlistar á Íslandi fá tæplega 10% af útgreiddum stefgjöldum þrátt fyrir mikla grósku í tónlistarlífinu almennt. Hlutföllin eru svipuð um heim allan. Íslenskir kvenhöfundar í tónlist eru því í forgrunni þetta kvöldið með sérstökum kynjasnúningi þar sem karlflytjendur syngja lög kvenhöfunda við undirleik og hljómsveitarstjórn kvenna. Grýlan Ragga Gísla, Dúkkulísurnar og Kolrassa Krókríðandi verða að lokum með heljarinnar endurkomu.

Miðasala hér.