KÍTÓN í Hannesarholti

hannesarholt

Hannesarholt býður uppá samstarf við KÍTÓN sumarið 2018
Um er að ræða tónleika fimmtudagskvöldin 19.júlí, 26.júlí, 2.ágúst, 16.ágúst og 23.ágúst.

Fylgist með á facebook síðu KÍTÓN: https://www.facebook.com/konuritonlist

Advertisements

KÍTÓN Klassík

KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, stendur nú fyrir klassískri tónleikaröð í fyrsta sinn og verða haldnir tónleikar bæði á Akureyri og í Reykjavík.

Eftirfarandi tónleikar verða í boði:

29. apríl og 6. maí

Sönglagaarfur Jórunnar Viðar

https://www.facebook.com/events/2042109462704918/

https://www.facebook.com/events/211236626132942/

kítón klassík 2

Á fyrstu tónleikunum sem fram fara í Hofi koma fram Erla Dóra Vogler, mezzósópran, og Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanóleikari en þær munu flytja sönglög eftir Jórunni Viðar. Erla Dóra og Eva Þyri halda upp á aldarafmæli Jórunnar Viðar árið 2018 með fjölda tónleika innan sem utan landsteinanna, og útgáfu geisladisks með söngverkum hennar.
Jórunn Viðar (1918-2017) er meðal dáðustu tónskálda þjóðarinnar og var mikill frumkvöðull á því sviði. Hún var fyrsta íslenska konan með próf í tónsmíðum og eina konan í Tónskáldafélagi Íslands í um tvo áratugi. Hún var fyrst Íslendinga til að semja kvikmyndatónlist, samdi fyrsta íslenska ballettinn og fyrsta píanókonsertinn í fullri lengd.
Markmið tónleikanna er að kynna þann framúrskarandi og fjölbreytta arf söngljóða sem hún lét þjóðinni í té á starfsævi sinni.

 

29. maí
Konur eru konum bestar – íslenskar konur í ljóðlist og tónlist

Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari hafa löngum verið forvitnar um lög og ljóð íslenskra kvenna. Þær hafa því búið til efnisskrá með lögum íslenskra kventónskálda við ljóð íslenskra kvenljóðskálda,
Tónlistin sem verður flutt á tónleikunum kemur víða við, allt frá gullfallegum náttúrulýsingum Jórunnar Viðar yfir í glænýja tónlist eftir eitt af okkar meira spennandi ungtónskáldum Sunnu Rán Wonder. Á tónleikunum verður einnig flutt verkið Hvolf eftir Önnu Þorvaldsdóttur, sem hún samdi fyrir tónlistarkonurnar árið 2010, en hún er nú á mikilli sigurgöngu um hinn klassíska tónlistarheim. Einnig verða flutt verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Þuríði Jónsdóttur, og Elínu Gunnlaugsdóttur.

kítón klassík 1

 

15. maí

Inga Björk

https://www.facebook.com/events/831166453749672/

kítón klassík 4

Inga Björk Ingadóttir kynntist lýrunni við nám í Berlín og hefur hljóðfærið síðan þá skipað stóran sess í tónsköpun hennar. Á tónleikunum syngur Inga Björk og spilar eigin lög ásamt nokkrum lögum eftir íslenskar og erlendar tónlistarkonur sem hún hefur útsett sérstaklega.

Sérstæður hljómur lýrunnar leiðir sköpunarferlið við gerð laga og texta Ingu Bjarkar. Lýran er einstakt hljóðfæri, og hefur einnig sérstöðu í íslenskri tónlistarflóru. Hljómur hennar kjarnar og útvíkkar í senn. Lýran er eitt af elstu þekktu strengjahljóðfærunum og er hún notuð til tónlistarsköpunar, meðferðar og kennslu um allan heim.

Tónlistarkonan Inga Björk Ingadóttir hefur komið víða við á tónlistarferli sínum. Hún lauk burtfararprófi í píanóleik, lærði tónsmíðar og tölvutónlist. Hún hélt til náms í músíkmeðferð í Berlín árið 2001 og lauk þar námi 2006. Frá þeim tíma hefur hún sótt fjölda námskeiða og starfað að músíkmeðferð hér heima og erlendis. Hún kemur reglulega fram með tónlist sína og hefur einnig samið tónlist fyrir leikverk, dansverk og brúðuleikhús í Þýskalandi.

Sérstakur gestur Ingu Bjarkar á tónleikunum í Hömru, Hofi, verður fiðluleikarinn Lára Sóley Jóhannsdóttir, en hún leikur með Ingu í nokkrum lögum.

19. og 21. júní

Mögnuð kventónskáld

https://www.facebook.com/events/243587359726313/

https://www.facebook.com/events/2128775227368144/

Tónlistarkonurnar Margrét Hrafnsdóttir, söngkona, Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari og Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari hlakka til að takast á við efnisskrá stútfulla af estrógeni, örlögum og sögum eftir mögnuð kventónskáld fimmtudaginn 21. júní kl. 20:30 í Hofi.
Þær munu flytja tónlist eftir þær systur Nödju og Lili Boulanger, en Lili var einmitt fyrst kventónskálda sem hlaut hin virtu tónskáldaverðlaun “Prix de Rome” árið 1913 aðeins 19 ára gömul. Einnig er á efnisskránni tónlist eftir Maríu Szymanowska sem var miðdepill Pétursborgar í byrjun 19. aldar og Goethe á að hafa verið skotinn í henni. Hafdís Bjarnadóttir og Ingibjörg Azima samtímakonur eru báðar mjög framúrstefnulegar í sínum tónsmíðum og má þær ekki vanta í jafn ljóðræna efnisskrá og hér mun hljóma. Einnig verða frumflutt verk eftir Ingibjörgu Azimu við ljóð Gerðar Kristnýjar. Tónlist sem óverðskuldað hefur fallið í gleymskunnar dá og nýjar tónsmíðar tvinna saman skemmtilega en óvænta upplifun.

kítón klassík 3
Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði, Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og eru samstarfsverkefni KÍTÓN og Iðnó.

Miðasala á tix.is og við innganginn
Almennt miðaverð kr. 3.500.

Árshátíð og aðalfundur KÍTÓN

Árshátíð KÍTÓN fór fram í Iðnó þann 14. Apríl 2018. Vel var sótt af félagskonum og gleðin mikil.

Gleðin hófst á Aðalfundi félagsins þar sem farið var yfir störf félagsins á árinu auk þess sem kosið var um fjögur stjórnarsæti auk sæti formanns.

Lára Rúnarsdóttir lauk störfum sem formaður samtakanna og þakkar KÍTÓN henni innilega fyrir vel unnin störf og mikla elju í baráttunni fyrir bættum kjörum tónlistarkvenna.

Ný stjórn var kjörin eftirfarandi:

Ásta Björg, formaður

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, varaformaður 

Bryndís Jónatansdóttir, gjaldkeri

Elísabet Ormslev

Hallfríður Ólafsdóttir

Hildur Vala Árnadóttir

María Magnúsdóttir

Sigga Eyrún Friðriksdóttir

Stefanía Svavarsdóttir

Af hverju félagsaðild í KÍTÓN?

Nú stendur yfir innheimta félagsgjalda fyrir félagið og þín þáttaka skiptir máli.

Það hefur sjaldan verið eins mikilvægt að skrá sig í félagið og nú, en #metoo byltingin og umræður ákveðinna útvarpsmanna á síðasta ári hafa sýnt sig að þörfin á félaginu er brýn. Það er mikilvægt að standa saman og vera til staðar fyrir hvor aðra og sýna að konur eru konum bestar.

Til að geta starfað sterkar saman, aflað styrkja, aukið samstörf við opinbera aðila sem og einkaðila og verið öflug rödd tónlistarkvenna, er mikilvægt að geta sýnt fram á umfangsmikla félagaskrá. Í dag eru 288 konur skráðar í félagið á landsvísu. Við vonumst svo sannarlega til að stækka enn frekar í ár og við viljum biðja ykkur um að hvetja aðrar konur sem þið þekkið í faginu til að skrá sig.

Skráning í félagið fer fram hér: www.kiton.is

Með félagsaðild fylgir aðgangur að lokaðri spjallgrúppu á facebook, 15% afsláttur í hljóðfærahúsinu af hljóð- og tónlistarbúnaði og mikilvægt tengslanet sem felst í hittingum, ráðgjöfum og fræðslu, sem og skemmtilegum viðburðum og endalausri ást og hamingju!

Það kostar skitnar 5000 kr á ári að vera félagi.

Við hlökkum til að starfa með þér 🙂
Bestu kveðjur
Kítón stjórn

Um KÍTÓN
KÍTÓN stendur fyrir konur í tónlist og er félag kvenna í tónlist á Íslandi. Félögin starfa á landsvísu, þó lögheimili og starfsstöð sé skrá í Reykjavík hjá RSK. Tilgangur félagsins er að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal kvenna í tónlist. Þeim tilgangi er náð með auknum sýnileika, viðburðum og stöðugu samtali við tónlistarkonur á Íslandi. Félagið fer þvert á allar tónlistarstefnur, strauma, bakgrunn, menntun. Í dag eru 288 félagskonur skráðar í félagið. Stjórnarkonur eru 9 talsins, með formanni og varaformanni. KÍTÓN var stofnað árið 2012, og hefur frá stofnun staðið fyrir margvíslegu starfi, en helst má nefna:

-Félagsfundir, fræðsla og reglulegur Kítónsbrunch ásamt stöðugu samtali á samfélagsmiðlum og hvatningu meðal félagskvenna.
-Árshátíð og 5 ára afmæli KÍTÓN í Iðnó árið 2018
-KÍTÓN klassík í Iðnó og Hofi árið 2018
-“open mic” kvöld KÍTÓN á Rósenberg út árið 2017
-10 útvarpsþættir “Kónur í Tónlist” á Xinu 9,77, birtir hautið 2017.
-Tónleikaröðin KEX-KÍTÓN, mánaðarlegir tónleikar á KEXinu árið 2017
-Tónsmiðja KÍTÓN hefur verið haldin þrívegis (Patreksfirði (2014), Hvammstanga (2016) og í Stykkishólmi (2017))
-Tvennir stórtónleikar hafa fyllt Eldborgarsal Hörpu þar sem kvenhöfundar eru í forgrunni.
-Málþing KÍTÓN í Hörpu um konur í tónlist
-Heimildarmyndin Höfundur óþekktur var gerð og frumsýnd á
-RÚV í tilefni af 19. júní, 100 ára kosningarafmælis kvenna.
-KÍTÓN off-venue á Airwaves, og tónleikar á menningarnótt á Bryggjunni
-Rannsókn og niðurstöður um stöðu kvenna í popp- og rokktónlist á Íslandi. Ítarefni í dagblöðum landsins.
-Opinber umræða um stöðu kvenna í tónlist.
-Aflað styrkja til að framkvæma allt ofangreint

www.kiton.isKONA

Ársskýrsla KÍTÓN

Aðalfundur KÍTÓN, félags kvenna í tónlist fór fram 28.febrúar. Þar var ný stjórn KÍTÓN kosin en nú skipa stjórn:

stjórn

Lára Rúnarsdóttir, formaður

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, varaformaður

Þóra Sif Svansdóttir, gjaldkeri

Védís Hervör Árnadóttir

Hallfríður Ólafsdóttir

Lára Sóley Jóhannsdóttir

Elíza Newman

Stefanía Svavarsdóttir

Hildur Vala Einarsdóttir

Hér má finna Ársskýrslu félagsins fyrir árið 2016.

Ársskýrsla KÍTÓN 2016

KÍTÓN off venue á Airwaves 2016

KÍTÓN blæs til Off venue veislu á Hannesarholti um helgi Iceland Airwaves, föstudaginn 4. nóvember 2016.

Fram koma tónlistarkonur úr öllum áttum og mun dagskráin endurspegla fjölbreytileika tónlistarkvenna á Íslandi.

 

FACBOOK VIÐBURÐUR:

https://www.facebook.com/events/134939060308334/

LIVE STREYMI:

https://www.facebook.com/konuritonlist/?fref=ts
Fram koma:
12.00 – 12.40 Sigga Eyrún
12.40 – 13.20 Védís Hervör
13.20 – 14.00 Hinemoa
14.00 – 14.40 Elín Halldórsdóttir
14.40 – 15.20 Rebekka Sif
15.20 – 16.00 Myrra Rós
16.00 – 16.40 Una Stef
16.40 – 17.20 Ragga Gröndal
17.20 – 18.00 Elíza Newman
18.00 – 18.40 Jana María
18.40 – 19.20 Ingunn Huld
19.20 – 20.00 Alda Dís

Tónleikar KÍTÓN á menningarnótt 2016

ENGLISH BELOW / ENTRANCE IS FREE

KÍTÓN, Konur í tónlist, og Bryggjan Brugghús standa fyrir glæsilegri tónleikadagskrá á Menningarnótt. Þar munu íslenskar tónlistarkonur stíga á svið frá klukkan 14 og fram á kvöld.

Dagskráin er sem hér segir:
1130 – Menningarnætur-Brunch á Bryggjunni
14:00 – Una Stef
15:00 – Ösp Eldjárn
16:00 – Þórunn Antonía
17:00 – Magnetosphere
18:00 – Ylja

Það er frítt inn og öllum boðið í heimsókn á meðan húsrúm leyfir.

https://www.facebook.com/events/1151966128208890/
//
KÍTÓN, Women in music, and Bryggjan Brewery invite you to a concerts series during Reykjavík Culture Night where Icelandic female professional musicians will take the stage from 2 PM and then every hour during the day. You can see the schedule above.

You are welcome to join us for brunch from 11:30. Our neighbourhood, Grandi, is the focus area for this years celebrations so there will be plenty of activities in the area.

https://www.facebook.com/events/1151966128208890/