Tónleikaröð KEX KÍTÓN

Tónleikaröðin KEX + KÍTON hófst hinn 18. maí 2016, og er þar um samstarf KEX, KÍTÓN og Arion Banka að ræða sem felst í tónleikum á KEX hostel í hverjum mánuði, þar sem fram koma konur í tónlist.

Tónleikar til þessa hafa verið:

KEX + KÍTÓN #1, 18. maí – Þórunn Antonía, Sóley og Hildur

KEX + KÍTÓN #2, 15. júní – Glowie og Lily the kid

KEX + KÍTÓN #3, 20. júlí – Soffía Björg og Boogie Trouble

KEX + KÍTÓN #4, 17. ágúst – Sísý Ey og Milkywhale

KEX + KÍTÓN #5, 14. september – TBA

Þið getið horft á efni frá tónleikunum hér

kex og kítón

 

Advertisements

Tónsmiða KÍTÓN á Hvammstanga

Í ár mun tónsmiðja KÍTÓN fara fram á Hvammstanga, og munu sex ólíkar tónlistarkonur dvelja þar frá 4. til 10. september.

Þáttakendur á ár eru:

Ásbjörg Jónsdóttir

Ingibjörg Elsa Turchi

Ingunn Huld Sævarsdóttir

Unnur Sara Eldjárn

Unnur Birna Björnsdóttir

Þóra Björk Þórðardóttir

Tónsmiðjan endar með tónleikum á afrakstri tónsmíðanna, í Sjávarborg föstudagskvöldið 9. september kl. 21.00. Ókeypis er á tónleikana.

Þetta magnaða samstarf og allt ferlið verður kvikmyndað og í framhaldi búin til stutt heimildarmynd um samvinnu tónlistarkvennanna og ferð þeirra á Hvammstanga.

Endilega fylgist með á facebook viðburði hér:

https://www.facebook.com/events/164300087332897/

Tengiliður verkefnisins: Harpa Fönn, varaformaður KÍTÓNS, harpa@kiton.is

Samstarfsaðilar:

Samstarfsaðilar: Freyja Filmworks, Sjávarborg, Samtök Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra, Hótel Laugarbakki, AVIS bílaleiga, Langafit Guesthouse, Söluskálinn, Kaupfélag Vestur Húnvetninga, Menningarfélag Húnaþings Vestra, Hótel Hvammstangi, Húnaþing Vestra

Höfundur óþekktur 19. júní

Hátíðartónleikar í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi

1200x800ohD

Nú verður kynjahlutföllunum snúið við!

Á 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna er viðteknum venjum ögrað og kastljósinu beint að sjaldséðum fyrirmyndum. Á öldum áður þóttu konur ekki hafa hæfileika til að iðka tónlist. Leifar af þeim hugarburði sitja enn eftir í jafnréttisbaráttunni þar sem kvenhöfundar tónlistar á Íslandi fá tæplega 10% af útgreiddum stefgjöldum þrátt fyrir mikla grósku í tónlistarlífinu almennt. Hlutföllin eru svipuð um heim allan. Íslenskir kvenhöfundar í tónlist eru því í forgrunni þetta kvöldið með sérstökum kynjasnúningi þar sem karlflytjendur syngja lög kvenhöfunda við undirleik og hljómsveitarstjórn kvenna. Grýlan Ragga Gísla, Dúkkulísurnar og Kolrassa Krókríðandi verða að lokum með heljarinnar endurkomu.

Miðasala hér.

Tónafljóð á RÚV

Í sarpinum góða má sjá hina einstöku tónleika Tónafljóð frá vorinu 2014 þar sem lagt var upp með að höfundaverk tónlistarkvenna fengju sín notið í Eldborgarsal Hörpu. Fram komu Cell 7, Ellen Kristjánsdóttir, Sunna Gunnlaugsdóttir, Mammút, Lay Low, Ragga Gröndal, Myrra Rós, Hafdís Huld, VÖK, Ragnhildur Gísladóttir, Greta Salóme og Lay Low, Kapút, Vox feminae. Ingibjörg Þorbergs var gerð að fyrsta heiðursfélaga KÍTÓN við hjartnæma athöfn þar sem Védís Hervör söng lag hennar Ástarkveðja. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Hljómeyki komu einnig fram. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson.

Hér má njóta Tónafljóða á RÚV

midi.is_kiton

Eldsmiðjan á Patró

-8

Næst á dagskránni hjá KÍTÓN er þessi dásamlegi bræðingur tónlistarkvenna sem kemur saman í ,,Eldsmiðjunni” á Patreksfirði 23. – 28. september.

6 tónlistarkonur leggja af stað í paradísarplássið PATRÓ í lagahöfundabúðir þar sem þær vinna og semja saman, að öllum líkindum tímamótasnilld. Að því loknu hefst tónleikaröð með þeim helgina 26. – 28. september í Sjóræningjahúsinu á Patró. Heimildarmynd og tónleikaþættir verða til úr þessum efnivið og við fáum innsýn í samveru, sköpun og tónlistarflutning frábærra tónlistarkvenna.

Miðasala í síma 845-5366 og á alda@sjoraeningjahusid.is.

Ath! Sérstakt Eldsmiðjutilboð verður á hótelgistingu á Fosshóteli þessa helgi og hafa má samband við Halldóru á fosshotel@vestfirðir og í síma 456 2004.

Sjá viðburð!

TÓNAFLJÓÐ sunnudagskvöldið 2. mars

Heiðrum tónlistarkonur og verk kvenna sunnudagskvöldið 2. mars í Eldborgarsal Hörpu. Nældu þér í miða!

midi.is_kiton

KÍTÓN, félag kvenna í tónlist kynnir sannkallaða tónlistarveislu þegar rjóminn af íslenskum tónlistarkonum stíga á svið í Eldborg. Tónlistarkonurnar Cell 7, Ellen Kristjáns, Sunna Gunnlaugs, Mammút, Lay Low, Ragga Gröndal, Myrra Rós, Hafdís Huld, VÖK, Ragnhildur Gísladóttir, Greta Salóme og Lay Low flytja eigin tónlist. Kapút, Vox feminae, Sinfónuhljómsveit áhugamanna, félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Hljómeyki flytja verk eftir Þórunni Grétu, Báru Gríms, Hildigunni Rúnarsdóttur, Jórunni Viðar og Önnu Þorvalds.

KÍTÓN er fyrsta félag tónlistarkvenna sem stofnað er á Íslandi þvert á tónlistarstrauma, bakgrunn og menntun og hefur nú annað starfsár sitt með uppskeruhátíð í Hörpu. Tilgangur félagsins er að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal tónlistarkvenna.